FH með bestu umgjörðina

FH með bestu umgjörðina

FH var í gær af HSÍ valið félagið sem hefur bestu umgjörðina í fyrsta
þriðjungi N1 deildar karla. Handknattleiksdeild hefur lagt mikinn
metnað í umgjörð leikja, kynningarmálum og aðra vinnu í kringum
meistaraflokkinn og er því svo sannarlega að uppskera eins og hún sáir.

Frábær viðurkenning og ljóst félagið ætlar sér áfram að vera bestir á þessu sviði.

FH.is minnir síðan á stórleikinn í kvöld þar sem lofað er einstakri upplifun.

Áfram FH!

Aðrar fréttir