FH sækir Fram á sunnudag

FH sækir Fram á sunnudag


             

N1 deild karla, Safamýri, sunnudagurinn 29. mars 2009, kl 16

FH mætir í
Safamýrina á sunnudagseftirmiðdaginn og freistar þess að nálgast Frammara með
því að sigra þá og minnka bil liðanna niður í 1 stig. Þar afleiðandi hefur FH
enn möguleika fyrir lokaumferð Íslandsmótsins að ná 4. sætinu þeas ef Frammarar
tapa amk einu stigi fyrir norðan og FH klárar lokaleik sinn gegn Víking.





Það mun rjúka af gömlu mönnunum á sunnudaginn…

Gengi liðanna

Liðin hafa verið
að spila upp og ofan í vetur. Frammarar léku ágætlega framan af móti og í
leikjunum fyrir áramót en svo fór að halla undan fæti. Þeir hafa þó verið að
klóra í bakkann upp á síðkastið og hafa verið í baráttunni um 4. sætið ásamt HK
og FH. FH hefur verið nokkuð stöðugt í vetur en 3. umferð mótsins hefur ekki
gengið sem skyldi og sérstaklega í síðustu 3 leikjum hefur liðið leikið undir þeirri getu
sem liðið hefur sýnt í vetur. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Það er enn
möguleiki á að hrifsa 4. sætið af Frömmurum sem eru 3 stigum ofar en FH. 4 stig
eru í pottinum. FH verður að taka þau öll og Frammarar mega aðeins ná 1 stigi

 

Viðureignir

FH hefur vinninginn
hingað til í viðureignum liðanna í vetur. Í fyrri viðureign liðanna þann 16.
október hafði FH yfirleitt yfirhöndina í spennandi leik. Fyrirfram var FH liðið
ekki talið sigurstranglegt en það sýndi afar góðan leik og hefði með smá meiri
reynslu og heppni klárað leikinn, en leikurinn endað 28-28.

 

Frammarar mættu
síðan í Krikann þann 22. janúar sl. Og hafði FH liðið yfirhöndina allan tímann í
markaleik. FH sigraði örugglega 39-35.

 

 

N1 deild karla

Aðrar fréttir