
FH sækir Val heim í Eimskipsbikarnum

Dregið var í undanúrslit karla og 8 liða úrslit kvenna
Eimskipsbikarsins í dag. Hjá körlunum voru í pottinum við FHingar,
Valur, Grótta og Selfoss. Hjá konunum voru við FHingar, Fylkir, Haukar,
Valur, Stjarnan, Fram, KA/Þór og Grótta
Hjá körlunum sækir FH Val heim í Vodafone höllina að Hlíðarenda og Selfoss fær Gróttu í heimsókn. Það er því ljóst að 1. deildar lið mun fara alla leið í úrslit bikars því Grótta og Selfoss leika bæði í 1. deild.
Við FHingar eigum krefjandi verkefni framundan enda Valsliðið mjög sterkt og eru ríkjandi bikarmeistarar. Það er því stórleikur framundan!
Leikirnir verða leiknir 8. febrúar á komandi ári.
Hjá konunum tekur FH á móti Frömurum í Kaplakrika. Það er því stór rimma framundan hjá stelpunum. Aðrir leikir hjá konunum eru þessir:
Fylkir – Haukar
Valur – Stjarnan
KA/Þór – Grótta
Leikið verður 20. janúar.
Áfram FH!