FH-Selfoss

FH-Selfoss

The image “http://kassiesa.com/uefaclubs/images/FH-Hafnarfjardar.png” cannot be displayed, because it contains errors.   VS   The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/800.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Næsti leikur okkar FHinga í handbolta er leikur við eina utanbæjarlið 1. Deildarinnar, sólbrúnu mjólkurbúmennina og FM hnakkana frá Selfossi. Leikurinn hefst kl 19:15 á föstudagskvöldið 19. október.

Þessi leikur er án nokkurs vafa mikilvægasti leikur okkar hingað til í mótinu. Selfyssingar hafa á að skipa sterkt lið og án nokkurs vafa þurfa menn að vera tilbúnir í átök á föstudagskvöldið.

Undirbúningur
Eftir góð úrslit úr leik við Þrótt hafa menn haft gott veganesti fram að föstudegi og lagt línurnar, en Selfoss er með töluvert betra lið en Þróttarar. Allt annað hugarfar og undirbúningur er við lýði fyrir þennan leik og nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir styrkleika andstæðinganna.

Ástand
Leikmenn eru í fínu standi. Addi Tedda er kominn inn í hóp aftur eftir leiðinda bakmeiðsli, en Leo á enn eitthvað í land með hnéð á sér. Aðrir hafa það gott og eru spilfærir.

Hópurinn er því þannig:
Markmenn

Hilmar
Danni

Aðrir leikmenn

Gummi
Óli Gúst
Óli Guðmunds
Valur
Aron
Gaui
Addi
Ari
Steini
Heiðar
Teddi
Siggi

Vegna gífurlegrar samkeppni innan liðsins, treystir undirritaður sér ekki til að spá um byrjunaruppstillingu ?

Selfoss liðið
Selfoss hefur öflugt og efnilegt lið, Sebastian Alexandersson er búinn að vera í uppbyggingarstarfi þar í nokkur ár og mikið sem kallinn hefur áorkað. Liðið er sterkara en í fyrra og hefur eins og áður verið sterkir á heimavelli. Liðið hefur á að skipa nokkra sterka leikmenn. Ber fyrst að nefna Ramunas Mikalonis, sterk og hávaxin stórskytta sem er illviðráðanleg á góðum degi. Annar sterkur er Michal Dostalik, línumaður sem er sterkur og áræðinn og þarf að hafa góðar gætur á. Liðið hefur átt góða leiki, tapaði til að mynda naumlega fyrir ÍR og sigraði Víking sannfærandi.

Stuðningur
Góðir FHingar, gamla góða lumman… Nú er virkilega þörf á ykkar stuðningi, okkur vantar fleira fólk í Krikann. Okkur vantar meiri læti og okkur vantar fleiri hvatningaróp! Látið sjá ykkur annað kvöld og fylgist með hörkuleik.
Áfram FH!

Heiðar Örn Arnarson

Aðrar fréttir