FH sigur í Árbænum í dag!

FH sigur í Árbænum í dag!

23 – 28 

Fylkishöll, laugardaginn 4. október 2008, kl. 16:00

FH stelpurnar sóttu 2 mikilvæg stig í Árbæinn í dag þegar þær lögðu Fylki með 5 mörkum.  Staðan í hálfleik var 13-11, Fylki í vil.

Fyrri hálfleikur
Stelpurnar okkar virtust hreinlega ekki mættar til leiks í fyrri hálfleiks og það var því lið Fylkis sem leiddi nánast allan hálfleikinn.  FH átti stuttar skorpur en mikil deyfð var yfir stúlkunum.  Hálfleikstölur 13-11, Fylki í vil, og miðað við spilamennsku hálfleiksins áttu stelpurnar auðveldlega að geta snúið leiknum sér í hag.

Seinni hálfleikur
Stelpurnar byrjuðu af miklum krafti, náðu að jafna og komast yfir 15-13 áður en Fylkir skoraði sitt fyrsta mark.  Eftir það var leikurinn í höndum FH og í raun aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Stelpurnar náðu upp sinni sterku vörn og náðu þannig að brjóta niður andstæðinginn.  FH-sigur staðreynd, 23-28.

Niðurstaðan
Niðurstaðan var frábær! Tvö stig komin til viðbótar og liðið því í 2.-4. sæti N1 deildarinnar ásamt Val og Haukum.   Sterk vörn í seinni hálfleik lagði grunninn að öruggum sigri!


Guðrún Helga var markahæst í dag.

Markaskorarar FH
Guðrún Helga Tryggvadóttir 7 (10, 70%)
Hafdís Inga Hinriksdóttir 6 (10/1, 60%)
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 6/1 (10/1, 60%)
Gunnur Sveinsdóttir 5 (11, 46%)
Ebba Særún Brynjarsdóttir 3 (4, 75%)
Hildur Þorgeirsdóttir 1 (4, 25%)
Hafdís Guðjónsdóttir 0 (1, 0%)
Heildarskotnýting var 56,3%

Varin skot hjá FH
Helga Vala Jónsdóttir 13 (31, 42%)
Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 0 (5, 0%)
Heildar markvarsla var 36%.

Aðrar fréttir