FH-stelpur á æfingum með landsliðum um helgina

FH-stelpur á æfingum með landsliðum um helgina

Það er ánægjulegt að vita til þess að FH á fulltrúa í æfingahópum allra landsliða kvenna í knattspyrnu. Æfingahóparnir voru tilkynntir í dag og fara æfingar fram um helgina.

Þær Aldís Kara og Guðný Tómasdóttir æfa með 17 ára landsliði Íslands en þær stöllur hafa æft og leikið með liðinu á undanförnum tveimur árum.
Sigmundína Sara æfiir með 19 ára landsliði en hún hefur áður leikið með 16 og 17 ára landsliði Íslands.
Þær Birna Berg (sem nú er á láni hjá ÍBV) og Sigrún Ella Einarsdóttir æfa síðan með A-landsliði Íslands. Þær hafa áður leikið með 16, 17 og 19 ára landsliðum. Birna hefur áður æft með A-liði Íslands en Sigrún hefur ekki áður verið kölluð til.

FH-ingar óska stelpunum góðs gengis.

Aðrar fréttir