FH-stelpur á landsliðsæfingum um helgina

FH-stelpur á landsliðsæfingum um helgina

Að undanförnu hafa þær Guðný Tómasdóttir og Sveinbjörg “Sissa” Andrea Auðnsdóttir (Helgasonar Guðmundssonar) æft með æfingahópi U17.  Um helgina fara fram æfingar og þær stöllur er báðar í hópnum. Guðný á að baki landsleiki með u17 en Sissa kemur ný til skjalanna.  Báðar eru stelpurnar á eldra ári í 3. fl.

Þá eru sex leikmenn úr 2. fl. kv. í æfingahóp U19 sem einnig æfir um helgina.  Það eru markverðirnir Iona Sjöfn og Birna Berg sem báðar hafa leikið með U17 og U19 á undanförnum árum.  Þá eru þær Sigrún Ella Einarsdóttir, Sigmundína Sara Þorgeirsdóttir og Sara “Sassa” Atla (og Steinunnar  Guðnad.) í hópnum en þær hafa allar áður leikið með U17.  Auk þeirra hefur Grundfirðingurinn knái og markamaskínan Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir verið kölluð inn i hópinn.

Það er greinilegt á þeim sögulega fjölda FH-inga í þessum hópum að tekið er eftir okkar stelpum.

Aðrar fréttir