FH-stelpur æfa með yngri landsliðum

FH-stelpur æfa með yngri landsliðum

Þeir þorlákur Árnason þjálfari U17 og Ólafur Guðbjörnsson þjálfari U19 hafa valið sex FH-stelpur til æfinga með landsliðum Íslands um komandi helgi.

Þær Guðný Tómasdóttir og Sveinbjörg „Sissa“ Auðunsdóttir úr 3. fl. æfa með U17 en þær stöllur úr Víðó hafa æft reglulega með liðinu í vetur.

Markmennirnir Birna Berg og Iona Sjöfn hafa einnig æft reglulega vetur með U19 en auk þeirra hafa þær Sara „Sassa“ Atla og Sigrún Ella Einarsdóttir bæst í hópinn á undanförnum vikum.  Stelpurnar eru allar í 2. fl. en hafa leikið með mfl. á undaförnum árum.

Aðrar fréttir