FH stelpur í unglingalandsliðum

Það hefur verið nóg um að vera hjá yngri landsliðum Íslands í kvennaboltanum að undanförnu. U17 ára liðið fór til Írlands á dögunum til að spila í undankeppni EM. FH átti tvo fulltrúa í liðinu, þær Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Anítu Dögg Guðmundsdóttur. Liðið tryggði sér sæti í milliriðli með sigrum á móti Hvít – Rússum og Færeyingum. Í leiknum á móti Hvít – Rússum skoraði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eitt markanna í 4-0 sigri Íslands. Liðið tapaði hins vegar síðasta leiknum í undankeppninni á móti gestgjöfunum frá Írlandi. Flottur árangur og verður fróðlegt að fylgjast með liðinu í milliriðlinum sem fram fer á næsta ári.

FH stelpur á úrtaksæfingum fyrir U19 ára liðið

Sex stelpur úr FH hafa verið valdar af þjálfara U19 ára liðsins, Þórði Þórðarsyni, til þess að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir liðið um helgina. Þetta eru þær; Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir, Guðný Árnadóttir,  Nadía Atladóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Þóra Rún Ólafdóttir. Sannarlega frábær árangur hjá stelpunum og algjörlega ljóst að framtíðin er björt hjá FH.

Aðrar fréttir