FH – Stjarnan 22-27

FH – Stjarnan 22-27

27-22

FH beið lægri hlut í Bikarúrslitunum fyrir Stjörnunni í dag en
lokatölur urðu 22-27. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og komu FH
stelpur mjög ákveðnar til leiks. Í hálfleik var staðan 13-14 fyrir
Stjörnuna. Í seinni hálfleik náði Stjarnan fljótt yfirhöndinni og náðu
FH stelpur ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Tap því staðreynd
en engin skömm því liðið var að spila við frábært Stjörnulið.
Nánari umfjöllun og myndir úr leiknum síðar.

Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8,
Alina Petrache 5/3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir
3, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Aðalheiður
Hreinsdóttir 1, Florentina Stanciu 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 20 (þar af 7 skot aftur til mótherja).

Mörk FH: Ragnhildur
Rósa Guðmundsdóttir 7/3, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Guðrún Tryggvadóttir
4, Birna Íris Helgadóttir 2, Hafdís Inga Hinriksdóttir 2, Gunnur
Sveinsdóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Kristina Kvedarine 15 (þar af 4 skot aftur til mótherja).

Aðrar fréttir