FH – Stjarnan á morgun

FH – Stjarnan á morgun

       

N1 deildin, Kaplakriki, fimmtudagurinn 5. mars 2009, kl 19:30

FH tekur á móti
Stjörnunni annað kvöld kl 19:30 eftir góða pásu en FH lék seinasta leik fyrir
tæpum 2 vikum. Það eru tvö mikilvæg stig hér í boði en FH berst áfram um sæti í
úrslitakeppni og spennan því í algleymingi.

Stjarnan

Stjarnan hefur aðeins unnið þrjá leiki og
gert þrjú jafntefli. 10 hafa endað með tapi. Þeir unnu góða sigra gegn HK,
Akureyri og Víkingi og gerðu t.a.m. jafntefli við Val. Stjörnumenn sitja nokkuð
einangraðir í næstneðsta sæti með 9 stig, 4 stigum á undan Víkingi en 6 stigum
á eftir Akureyri. FH liðið er í 4. sæti með18 stig, hefur sigrað 8 leiki gert
tvö jafntefli en tapað 6 leikjum.

Stjörnuliðið

Stjarnan hefur ekki staðið undir þeim
væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið en liðið er með fínan mannsskap.
Margt hefur spilað inn í eins og meiðsli og bág fjárhagsstaða en fyrir áramót
sagði handknattleiksdeild upp öllum samningum við leikmenn. Flestir hafa þó
haldið áfram með liðinu að undanskildum Hermanni Björnssyni sem gekk í raðir
okkar FHinga og Fannari Friðgeirssyni sem fór aftur í Val. Stjarnan hefur á að
skipa sterka leikmenn eins og Björgvin Hólmgeirsson, Vilhjálm Halldórsson og
Fannar Þorbjörnsson.

Stuðningur

FHingar eru
hvattir til að mæta í Krikann annað kvöld og styðja sína menn áfram. Framundan
er hörkubarátta og miklir möguleikar fyrir hið unga FH lið. Mætum öll á
morgun!!!

 

Áfram FH

Aðrar fréttir