FH-Stjarnan – Aðdragandinn

FH-Stjarnan – Aðdragandinn


 

 Það eru töluvert
ólík hlutskipti hjá þessum liðum ef við horfum á hvernig deildin hefur þróast í
vetur. Stjarnan með þrautreynt lið sem eru meistarakandídatar og ungt lið FH sem
hefur þó náð miklum framförum frá síðasta tímabili.

FH

Gengi FH liðsins
hefur verið upp og ofan í vetur. Liðið hefur átt hörkuleiki og náð góðum sigrum
en þess á milli farið niður á verra plan og tapað leikjum sem eflaust áttu að
vinnast og í einum og einum leik tapað óþarflega stórt. FH liðið hefur verið um
miðja deild í mest allan vetur og hafa verið í baráttu um 4. sætið í töluverðan
tíma og lengstum verið í baráttu við Framstúlkur. FH liðið dalaði aftur á móti
töluvert mikið eftir áramót og virðist sem Frammarar séu langleiðina búnar að
tryggja sér síðasta sætið í úrslitakeppnina. Það er þó engu að kvíða. Liðið er
ungt og efnilegt og mikill efniviður til staðar sem hægt er að byggja á til
framtíðar. Einnig er ljóst að liðið hefur tekið stórstígum framförum frá
síðustu leiktíð og ljóst að þjálfari liðsins, Guðmundur Karlsson, er að gera
verulega góða hluti með liðið.

Það sýnir sig
best í því að liðið hefur átt láni að fagna í Bikarkeppninni og sigrað þar þrjár
viðureignir. FH mætti Víkingi í 16 liða úrslitum, en Víkingsliðið leikur í
annarri deild. FH hafði þar stórsigur 16-35, en leikið var í Víkinni. Í 8 liða
úrslitum mætti FH liðið Frömmurum í Kaplakrika. FH lék afar vel í leiknum,
hafði yfirhöndina allan tímann og hafði svo baráttusigur 29-27. FH dróst síðan
gegn KA/Þór í undanúrslitum, öðru annarrar deildarliði, og hafði stórsigur
21-36 fyrir norðan.

 

Stjarnan

Stjarnan er annað
af 2 bestu liðum landsins í dag og er í harðri baráttu um toppsætið við Haukastúlkur.
Í liðinu er valin kona í hverju rúmi og t.a.m. hefur það á að skipa markverði í
heimsklassa. Liðið virðist þó eiga í hættu á að missa Haukana of langt frá sér
þegar stutt er eftir af móti.

Stjarnan hefur
einnig átt góðu gengi að fagna í bikarnum og ekki átt við neina aukvisa á leið
sinni í úrslit. Í 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins sat Stjarnan hjá en strax
í 8 liða úrslitum fengu Stjörnustúlkur það verðuga verkefni að leika gegn Val í
Vodafonehöllinni. Leikurinn var hörkuspennandi eins og títt er um bikarleiki en
þó var Stjarnan alltaf með forystu. Svo fór að Stjörnustúlkur innbyrtu fimm
marka sigur 23-28.
Þegar þessi hindrun var
að baki tók ekki betra við því að næstu andstæðingar voru topplið Hauka úr Hafnarfirði. Leikið var á Ásvöllum og það er skemmst frá því að segja að
Stjarnan hafði undirtökin
í leiknum nánast allan t

Aðrar fréttir