FH-Stjarnan, umfjöllun

FH-Stjarnan, umfjöllun


      

34-22
N1 deildin, fimmtudagurinn 29. janúar 2009, kl 19:30

FH sigraði
Stjörnuna mjög sannfærandi í N1 deild karla í gærkvöldi 34-22. Liðið varð fyrir
blóðtöku skömmu fyrir leik en vel tókst að fylla skörð og allir áttu góðan dag
í gær.
(Myndahlekkur neðst)



Þær voru ekkert
sérstakar fréttirnar sem liðsmenn fengu rétt fyrir leik en okkar markahæstu
menn í vetur, Aron og Óli, gátu ekki spilað leikinn sökum meiðsla. Aron frá
vegna brákaðs rifbeins og Óli meiddur í ökkla. Hjörtur spilaði heldur ekki
sökum þrálátra ökklameiðsla en einnig var ljóst að Örn Ingi gæti ekki spilað
vegna handarmeiðsla. Það var því orðið fátt um fína drætti hvað varðar vinstri
skyttu-stöðuna og Guðmundur Pedersen, hornamaður var því dreginn út í skyttuna
og hinn ungi og bráðefnilegi Benedikt Kristinsson tók stöðu hornamanns. Ásbjörn
byrjaði á miðju, Hermann byrjaði í hægri skyttu, Bjarni Fritz í hægra horni og
Siggi sem fyrr á línu. Maggi í markinu.

 

Fyrri hálfleikur

FH byrjaði
ágætlega og Hermann gaf tóninn gegn sínum gömlu félögum. Hann skoraði tvö
fyrstu mörk FHinga, annað með því smyrja hann fallega upp í skeytarnar fjær.
Ákveðin skilaboð fólgin í því til fyrrum félaga. FH náði undirtökunum í leiknum
og komst í 7-3, Stjörnumenn náðu að minnka muninn niður í 7-6 en FH fór síðan í
9-6 og síðan í 13-7. Liðið leit í raun aldrei til baka eftir þetta, en staðan í
hálfleik var 18-11. Varnarleikurinn hélt geysivel með Sigurð Ágústsson í broddi
fylkingar, gegn afar stöðum og hugmyndasnauðum Stjörnumönnum. FHingar refsuðu
með hverju hraðaupphlaupi á fætur öðru og fór þar fremstur í flokki Benedikt Kristinsson.
Staðan 18-11 í hálfleik.

 

Seinni hálfleikur

FH hélt fengnum
hlut í seinni hálfleik fram undir 45. mínútu en þá gáfust Stjörnumenn
algjörlega upp. Varnarleikur FH og markvarsla var þeim algjörlega ofviða og
þeir réðu ekkert við skipulagðan sóknarleik FHinga. FH fór úr 25-18 í 28-18.
Mestur fór síðan munurinn í 14 mörk, 34-20. Leikar enduðu eins og áður segir
34-22.

 

Niðurstaðan

Það kom á daginn
að fjarvera Arons og Óla var sem vítamínssprauta fyrir þá sem komu inn í
staðinn. Þannig á það líka að vera. Benni blómstraði í fyrri hálfleik, skoraði
úr fjölda hraðaupphlaupa og skoraði skemmtileg mörk úr horninu. Ásbjörn átt prýðilegan
leik, var vinnusamur, lék félaga sína vel uppi og skoraði frábær mörk. Bjarni
spilaði vel fyrir liðið, skoraði mikið og nýtti vítaköstin vel. Siggi átti
frá

Aðrar fréttir