FH-stúlkur komnar í 8-liða úrslit í bikarkeppni HSÍ

FH-stúlkur komnar í 8-liða úrslit í bikarkeppni HSÍ

Stelpurnar
mættu í Digranes í annað sinn á stuttum tíma þegar þær mættu til leiks
í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Erfiður leikur var framundan þar
sem HK-stelpur ætluðu að hefna fyrir góðan sigur okkar stúlkna í
deildinni aðeins 10 dögum áður. Ljóst var strax í upphitun að mikil
stemning var í herbúðum HK en FH hjartað sló enn hraðar hjá okkar
stelpum sem eru með það markmið eitt að komast í höllina annað árið í
röð.

Talsvert basl var á okkar stelpum í leiknum, vörnin
gleymdist í Kaplakrikanum þetta kvöld og markvarslan var í samræmi við
það. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en FH stelpur
leiddu í hálfleik með einu marki 15-16. Í byrjun seinnihálfleiks var
eins og Þórunn sjúkraþjálfari hefði sprautað orkusprautu í nokkra
leikmenn liðsins sem sýndu loks sitt rétta andlit, Birna Íris sýndi
ákveðni bæði í vörn og sókn, Ingibjörg skoraði úr hraðaupphlaupum og
Begga tætti varnarmenn HK í sig og skoraði hvert baráttumarkið á fætur
öðru. Lokatölu 27-31.

Heilt yfir var þetta sigur
liðsheildarinnar, leikskipulagið er enn að slípast til en stelpurnar
eru komnar áfram í 8 liða úrslit og bíða óþreyjufullar eftir næsta
leik. Gaman er að sjá þá áhorfendur sem mæta á hvern einasta leik og
styðja við bakið á stelpunum en hins vegar má alltaf bæta góðu fólki í
pallanna. Stelpurnar eru allar uppaldir FH-ingar, stemningin í hópnum
er mjög góð og skorum við á ykkur að mæta á næsta leik, stelpurnar lofa
góðri skemmtun.

Áfram FH

Aðrar fréttir