FH tapaði í Safamýri

FH tapaði í Safamýri

Fram sigraði FH, 34:29, í N1-deild kvenna í
handknattleik en liðin áttust við í Fram-húsinu í Safamýri í dag. FH stúlkur náðu því miður ekki að fylgja eftir góðum leik sínum gegn Fram í bikarnum fyrir einni og hálfri viku síðan. Hjá FH var Hafdís Hinriksdóttir atkvæðamest með 7 mörk og Ragnhildur
Guðmundsdóttir kom næst með 6. Stella
Sigurðardóttir og Pavla Nevarilova gerðu 8 mörk hvor fyrir Fram.

Aðrar fréttir