FH – Þór Ak, viðtal við Hjört Hinriksson

FH – Þór Ak, viðtal við Hjört Hinriksson

Jæja Hjörtur, nú endaði síðasti leikur með jafntefli gegn Selfossi. Voru það ekki gríðarleg vonbrigði fyrir ykkur?

“Engin spurning að það voru mikil vonbrigði. Vorum engu að síður stálheppnir að ná öðru stigunu.”

Nú fóruð þið á dögunum til Akureyrar og sóttuð 2 góð stig, en náðuð síðan bara jafntefli á Selfossi. Skiptir dagsformið svona gríðarlega miklu máli?

“Það sem máli skiptir hvað þetta dagsform varðar er hausinn/hugarástand leikmanna. Ef menn mæta ekki 150% tilbúnir í verkefnið er það ávísun á tap. Því miður var það tilfellið á Selfossi.”

Nú er næsti leikur gegn Þór Akureyri í Krikanum á föstudagskvöldið. Það er algjör skyldusigur er það ekki?

“Það kemur ekkert annað til greina en sigur í þessum leik. Þessi 2 stig eru okkur lífsnauðsynleg í baráttunni um 8. sætið.”
 

Hvernig er staðan og stemmningin í hópnum þessa dagana? Eru allir heilir og klárir í slaginn?

“Heilsan á liðinu er bara nokkuð góð. Nokkrir marblettir en heilt yfir ágæt. Stemmningin er fín en við finnum vel fyrir pressunni sem er á okkur núna, annað væri óeðlilegt. FH á ekki heima í 2.deild og við höfum lítinn áhuga á því að vera hópurinn sem fór með félagið þangað. Þannig að ég hef fulla trú á að við berjum okkur saman og náum í þetta 8.sæti.”

Nú eruð þið sem stendur í 9.sætinu, stigi á eftir KA sem sitja í því 8. og það eru einungis 5 leikir eftir af mótinu. Hverjir eru möguleikar okkar á því að lenda í efstu deild að ári að þínu mati?

“Eins og ég segi að þá hef ég fulla trú á að við getum þetta. En til þess þarf allt að ganga upp. Eitt stig er ekki mikið. Ég vil fá að nota tækifærið og hvetja alla sem láta sig FH varða og vilja ekki sjá félagið í 2.deild að ári að mæta í Krikann og sparka duglega í rassgatið á okkur. Við þurfum á ykkar stuðningi að halda!”

Að lokum Hjörtur, hverjir vinna HM í sumar!?

“Brassarnir eru líklegir. Hvað heldur Fasteignaprinsinn…!?”

FH.is þakka Hirti kærlega fyrir spjallið.

Að lokum viljum við hvetja alla FH-inga sem vettlingi geta valdið, stóra sem smáa, að mæta í Krikann á föstudaginn og sýna stuðning sinn í verki. Strákarnir þurfa svo sannarlega á okkur að halda núna. FH-ingar, fjölmennum á völlinn!

FH – Þór Akureyri, föstudaginn 24. mars, kl. 19.15 í Kaplakrika

Aðrar fréttir