FH – Þróttur Umfjöllun

FH – Þróttur Umfjöllun

          
          FH             34 – 17          Þróttur

Kaplakriki, 7. desember 2007, kl 19:15

Um skyldusigur hjá okkar mönnum var að ræða og menn höfðu einsett sér að bæta sig frá síðasta leik við Hauka 2 þar sem við spiluðu hreint og beint illa og höfðum lítið gaman af því sem við vorum að gera. Þessir leikir við botnlið snúast um þolinmæði og að láta ekki teyma sig niður á lágt plan handboltalega séð. Mikilvægt var því fyrir þennan leik að menn færu á fullu í aðgerðir og brygðu ekki útaf því sem lagt væri upp.


Skrítið ef þessi hefur ekki farið inn!

Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ekki sérstaklega vel. Vörnin var ekki með á nótunum til að byrja með og við vorum að fá á okkur hrein og bein drullumörk þar sem varnamenn okkar voru ekki að ná í brot og höfðu litla sem enga fótavinnu til staðar. Þar með leyfðum við sóknarmönnum þeirra að komast óáreittir í færi. Þróttarar komust í 3-1 en fljótlega þegar leið á hálfleikinn náðum við föstum tökum á leiknum þrátt fyrir að við kæmumst ekki lengra frá þeim en 5-6 mörk. Sóknarleikurinn var afar misjafn og einkennilegur. Menn voru annað hvort að skora frekar létt mörk með góðu samspili og yfirtölu þar sem færi náðist einn á móti marki eða þá að við náðum ekki að spila okkur í almennileg færi, vorum þá mest í hnoði að reyna eftir einstaklingsframtak sem endaði í lélegum skotum. Það náði oftast ágætur markvörður Þróttara að verja. Já… eftir frekar óstabílan leik bæði varnarlega og sóknarlega leiddum við leikinn með 5 mörkum í hálfleik 16-11.



Guðmundur öruggur á punktinum

Seinni hálfleikur

Það var alveg ljóst að sitthvað þurfti að laga í okkar le

Aðrar fréttir