FH tvöfaldir 17 júní meistarar.

FH tvöfaldir 17 júní meistarar.

Hæ hó jibbý jei var sungið í Strandgötunni í dag þegar FH-ingar unnu glæsta sigri á Haukum í hinum mjög svo skemmtilega 17 júní leik Hafnarfjarðar.
Troðfullt hús Hafnfirðinga og allir í betri fötunum í tilefni dagsins.

Stelpurnar okkar unnu sinn leik eftir vítakastkeppni þar sem hin magnaða Guðrún Ósk varði þrjú víti og tryggði FH svo sigurinn með þvi að skora úr vítakasti sjálf.

Strákarnir unnu sinn leik 20-18 eftir að hafa leitt allann tímann. Magnús Óli Magnússon var að mati dómnefndar bestur á meðal jafningja og sýndi tilþrif em gladdi marga.

 

kk17_juni_2014

Aðrar fréttir