FH valtaði yfir Akureyri

FH valtaði yfir Akureyri

N1 deild karla: FH 33-25 Akureyri

Í kvöld hófst N1-deild karla á nýjan leik eftir langa landsleikjapásu. Þá tóku heimamenn í FH á móti Akureyri í Kaplakrikanum.  Fyrir leik sátu FH-ingar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir  9 leiki en Akureyringar voru í 4 sæti deildarinnar, einnig með 11 stig eftir 9 leiki. Það mátti búast við miklum baráttuleik, enda eru liðin nokkuð jöfn á pappírunum. En það varð þó ekki raunin.

Fyrri Hálfleikur
Það tók liðin tvö dálítinn tíma að ná upp sínum eðlilega leik eftir þessa löngu pásu. Mikið var um sóknarvillur, léleg skot og hraðinn var tiltölulega lítill. Ljóst var að menn voru þungir á sér, þó sérstaklega liðsmenn Akureyrar, en eins og frægt er orðið hefur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa, lýst yfir vanþóknun sinni á þessari löngu pásu .

FH-ingar náðu þó fljótlega  góðum takti í vörn og sókn. Vörnin var þó sérstaklega góð á upphafsmínútunum og það kveikti í Pálmari Péturssyni, markverði FH, sem að varði hvert skotið á fætur öðru. Eftir 10 mínútna leik var Pálmar búinn að verja 7 skot.

Leikurinn var í járnum allt þangað til að c.a. 15 mínútur voru liðnar af leiknum, en þá byrjuðu FH-ingar smátt og smátt að bæta við forystu sína. Ekki leist Rúnari Sigtryggssyni á blikuna og tók leikhlé.
Það leikhlé virtist þó einungis skerpa á öðru liðinu og ekki var það lið Norðanmanna. FH-ingar tóku öll völd á vellinum og náðu 5 marka forystu, 11-6.

En þá gripu dómarar leiksins í taumana. Tveir FH-ingar, Ólafur Gústafsson og fyrirliðinn Sigurgeir Árni Ægisson, fengu að fjúka út af með sitthvorar 2 mínúturnar, þó með hálfrar mínútu millibili. Þá þyngdist róðurinn eðlilega fyrir FH-inga og náðu Akureyringar að minnka muninn í 3 mörk, 11-8.
En það var ekki að spyrja að því, um leið og þeir Sigurgeir og Ólafur komu inn á völlinn á ný fóru FH-ingar aftur í fluggírinn og stungu Norðanmenn af. Staðan í hálfleik var 14-9, FH í vil.

Seinni Hálfleikur
Í seinni hálfleik var aldrei spurning um það hvort liðið myndi bera sigur úr býtum. FH-ingar voru gríðarlega ákveðnir í öllum sínum aðgerðum og náðu fljótlega 8 marka forskoti, 18-10. Þó er hægt að þakka Hafþóri Einarssyni að mörgu leiti fyrir tvö af þeim mörkum, en hann  lét reka sig út af fyrir einkar einkennilegar sakir. Þar sem að Akureyringar voru ekki með neinn varamarkvörð á bekknum varð leikstjórnandi þeirra, Heimir Árnason, að fara í markið. Þess má geta að hann stóð sig með prýði á milli stanganna, varði heil 2 skot.

Endurkoma Hafþórs kom þó ekki í veg fyrir það að FH-liðið næði að bæta enn meira í. Varnarleikur FH-inga var góður sem fyrr og Pálmar fór á kostum. Sóknarleikur liðsins fór batnandi og að lokum náðu okkar menn 11 marka forskoti. Úrslitin voru þar með nokkurn veginn ráðin þrátt fyrir að einungis 10 mínútur væru liðnar af seinni hálfleik þar sem að Akureyringar virkuðu algjörlega bitlausir, sérstaklega í sóknarleiknum.

Þegar c.a. korter var eftir af leiknum byrjaði Einar Andri, þjálfari FH-liðsins, að rótera leikmönnum og gefa fleiri strákum tækifæri. Norðanmenn sóttu á og náðu á endanum að minnka muninn niður í 8 mörk, en lengra komust þeir ekki; FH-ingar unnu öruggan sigur, 33-25.

Segja má að FH-liðið hafi hafið hið nýja ár með stæl. Liðið var ekki endilega upp á sitt besta en var þó alls ekki l

Aðrar fréttir