FH – Valur – Frítt á leikinn í boði Byrs

FH – Valur – Frítt á leikinn í boði Byrs

 

Valur kemur í heimsókn í Krikann á fimmtudagskvöldið kl 19:30 og mun handknattleiksdeild FH og Byr, aðalstyrktaraðili FH, bjóða áhorfendum á leikinn. Gífurleg barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni þegar þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni. FH, Fram, HK og Akureyri berjast nú um þátttökurétt en nokkuð öruggt þykir að Haukar og Valur landi 2 efstu sætunum. Vonast er til að FHingar nýti þetta einstaka tækifæri og hvetji sitt lið áfram í baráttunni.

 

Valur

Valsliðið hefur á mjög sterku liði að skipa. Helstu hetjur þess í vetur hafa verið þeir Arnór Gunnarsson, Sigurður Eggertsson og Elvar Friðriksson. Þeir eiga svo nóg af sterkum leikmönnum eins og Sigfús Sigfússon, Sigurð Eggertsson og auðvitað Sigfús Sigurðsson silfurmann.. Þeir eru svo með þungaviktarmenn í þjálfarateyminu þá Óskar Bjarna silfurþjálfara og Heimi Ríkharðsson. Valur varð bikarmeistari á dögunum, eru á þægilegum stað í deildinni í öðru sæti og virðast vera þeir einu sem líklegir séu til að ógna Haukaliðinu að einhverju ráði. Það er því við ramman reip að draga á fimmtudag.

 

FH liðið er komið upp við vegg og oft hefur það hentað liðinu ágætlega í gegnum tíðina. Það má því búast við hörkuleik á fimmtudagskvöld og ljóst að menn ætla að selja sig ofurdýrt.

 

Stuðningur

Kæru FHingar. Ef FH liðið hefur einhverntíman þurft á öflugum stuðningi að halda í vetur, þá er það núna. Ekki hefur gengið sem skildi í síðustu 2 leikjum eins og gengur og gerist í þessu sporti. En þegar í harðbakkan slær þurfum við að standa saman, sýna hvað í okkur býr og sanna úr hverju við FHingar erum gerðir. Mætum öll í boði Byrs og styðjum liðið til sigurs. Nú þýða engin vettlingatök!!!

 

Áfram FH!!!

Aðrar fréttir