FH-Valur stutt samantekt

FH-Valur stutt samantekt

Ekki varð þeim kápan úr þeim klæðunum, því FH liðið barði sig saman og spiluðu hörku vörn og leiddu með 1 marki í hálfleik 10-9.

Ekki er hægt að segja annað en að þeir 7-800 manns sem mættu á leikinn hefðu fengið eitthvað fyrir aurinn sinn.  Þetta var hörkuleikur allt til loka og sigruðu FH 24-21 .  Þessi sigur sýnir að FH-liðið hefur alla burði til að fara alla leið í vetur,  ef menn halda fókus.

Ekki má gleyma stórleik þeirra Danna í markinu sem tók yfir 20 bolta og Magga Óla sem tætti Valsvörnina í sig aftur og aftur, og fór sérlega illa með þá þegar FH var manni færri.   En sigurinn skifast á liðsheildina, því allir hvöttu þeir hvorn annan og börðust fyrir hvorn annan.

Síðan en ekki síst……. stuðningurinn úr pöllunum var ómetanlegur, og vonandi er þetta það sem koma skal. 

EKKERT lið á að sækja stig í krikann, öll stigin sem þar eru í boði eiga heima þar og eiga vera þar áfram eftir hvern leik.  Það er í höndum stuðningsfólks FH, ásamt leikmönnum  að halda þeim þar.

Við látum ekki staðar numið hér, við mætum öll á næsta leik og styðjum strákana áfram…..

Myndir og umfjöllun  frá leiknum er hægt að sjá HÉR

viðtal við Danna er hægt að sjá HÉR

umfjöllun og nánari tölfræði er hægt að sjá HÉR

og HÉR er hægt að sjá viðtal við Einar Andra

 

Aðrar fréttir