FH – Valur þriðjudaginn 8.ágúst

Hvað: Stórleikur FH og Vals í Pepsi-deild karla
Hvenær: Þriðjudagurinn 8. ágúst – 19:15
Staðsetning: Kaplakriki

Óli Jó og lærisveinar hans í Val koma í heimsókn í Kaplakrika á þriðjudag og nú þurfum við allan þann stuðning sem völ er á. Leikurinn á þriðjudagurinn er mikilvægur leikur í deildinni áður en við spilum til bikarúrslita á laugardag!

Pallurinn opnar klukkustund fyrir leik þar sem verða seldir FH-borgararnir frægu og kaldir drykkir verða seldir á pallinum.

Nú mæta allir á völlinn og ekki bara mæta, heldur láta vel í sér heyra með Mafíunni og öðrum stuðningsmönnum. Vinnum þennan leik saman og höldum ótrauð áfram!

Aðrar fréttir