FH – Valur (umfjöllun)

FH – Valur (umfjöllun)

Valur

Haukar vs FHValsmenn koma í Krikann í 7. sæti deildarinnar. Valsmenn gerðu jafntefli í síðustu umferð á heimavelli á móti Akureyri. Í umferðinni þar á undan töpuðu þeir með minnsta mun fyrir ÍR þar sem Björgvin Hólmgeirsson skoraði undramark á síðustu stundu leiksins.

Valsmenn styrktu lið sitt gríðarlega í janúar og virðast vera með mannskap sem gæti ef allt gengur upp auðveldlega bjargað sér frá falli og gert tilkall til sætis í úrslitakeppninni.

Í hópinn hjá Val í janúar bættust við mjög öflugir leikmenn.

Nicola Dokic sem virðist af fyrstu leikjunum að dæma einn besti útlendingur sem komið hefur til landsins síðari ár. 
Orri Freyr Gíslason er að margra mati besti línumaður deildinnar en hann sneri aftur frá danska úrvalsdeildarliðnu Viborg. 
Fannar Þorbjörnsson er gríðarlega öflugur varnarmaður sem lék í mörg ár sem atvinnumaður í Danmörku. 
Þar að auki fékk Hjalti Pálmason félagaskipti frá FH en hefur en ekki leikið.

Fyrir er Valur með aragrúa af öflugum og reynslumiklum leikmönnum. Valdimar Þórsson, Gunnar Harðarson, Finnur Ingi Stefánsson og Magnús Einarsson auk markmannsins frábæra Hlyns Morthenz svo að einhverjir séu nefndir.

Í úttekt Morgunblaðsins í desember kom fram að Valur væri með þriðja reyndasta lið deildarinnar og með styrkingu janúar mánaðar er ljóst að Valsliðið er gríðarlega öflugt þrátt fyrir að taflan gæti bent til annars.

Þess fyrir utan hafa Valsmenn á síðustu dögum rekið þjálfara sinn Patrek Jóhannesson og ráðið í hans stað Þorbjörn Jensson gömlu goðsögn Hlíðarendapilta til að aðstoða Heimi Ríkarðsson sem starfaði sem aðstoðarmaður Patreks. Hlutverk Þorbjörns og Heimis er að skila því að Ólafur Stefánsson taki við Valsliðinu í úrvalsdeild. Valsmenn hafa hvergi sparað í þessum aðgerðum og ljóst er að það er mikið undir fyrir Valsmenn þegar koma mæta í Krikann á sunnudag og það er ekki víst að einkunnarorð séra Friðriks fái að njóta sín  „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“.

Haukar vs FH

Viðvörnarmerkin eru því til staðar og það er alveg ljóst að FH – ingar þurfa algjöran toppleik til þess að ná í stigin sem eru &iac

Aðrar fréttir