FH varð Bikarmeistari í Karlaflokki í frjálsum íþróttum innanhúss.

FH varð Bikarmeistari í Karlaflokki í frjálsum íþróttum innanhúss.

FH varð Bikarmeistari í karlaflokki innanhúss í frjálsíþróttum. Hlaut FH 61,5 stig og sigraði með 4,5 stigum.
Karlaliðið stóð sig vel í keppninni, þrátt fyrir nokkur meiðsli íþróttamanna.

Óli Tómas Freysson sigraði í 60 m hlaupi oig 200 m hlaupi og sýndi að hann er besti spretthlaupari landsins í dag, en hann sigraði í sömu greinum á MÍ. Kristinn Torfason sigraði í langstökki og þrístökki og var í sveit FH sem var í öðru sæti í 4×400 m boðhlaupi.
Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kúluvarpi og varpaði kúlunni 3 m lengra en næsti maður.
Þorkell Einarsson varð annar í 400 m hlaupi og var í sveit FH í 4×400 m boðhlaupi.
Björgvin Víkingsson varð í fjórða sæti í 800 m hlaupi en var dæmdur úr leik í 60 m grindahlaupi og var í sveit FH í 4×400 m boðhlaupi.
Örn Davíðsson spjótkastarinn efnilegi varð í þriðja sæti í hástökki. Þá var Steinar Þór Kristjánsson í sveit FH í 4×400 m boðhlaupi, Jónas Hlynur Hallgrímsson stangarstökki og Haraldur Tómas Hallgrímsson í 1500 m hlaupi náðu dýrmætum stigum fyrir FH í sínum greinum.

Kvennaliðið varð í fjórða sæti en liðið í dag skipa ungar og efnilegar stúlkur og eiga þær framtíðina fyrir sér.
Sameiginlegt lið FH varð í þriðja sæti í keppninni.

Aðrar fréttir