FH-Víkingur Föstudaginn 16. nóvember

FH-Víkingur Föstudaginn 16. nóvember

The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.   VS   The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/103.GIF” cannot be displayed, because it contains errors.

Víkingar eru sem stendur í 4 sæti deildarinnar með 6 stig, hafa unnið 3 leiki en tapað 3. Hafa lútað í lægra haldi fyrir topp þremur liðunum, FH, ÍRingum og Selfyssingum. Við FHingar höfum aftur á móti sigrað alla okkar 6 leiki og erum á toppnum með 12 stig. Víkingar eru þó skeinuhættir, hafa ekki leikið sem skyldi og eiga töluvert inni.

Síðasti leikur við Víkinga
Eins og áður sagði lékum við vel í fyrsta leik okkar í mótinu við Víkinga. Leiddum leikinn mestallan með 3-6 mörkum og í raun engin spurning um hver myndi sigra leikinn. Vörnin small strax í byrjun með þá Sigga og Heiðar á miðjunni og sóknarleikurinn afbragðsfínn með Aron sem besta mann. Á lokakafla leiksins keyrðum við framúr þeim og höfðum stórsigur 24-34.

Undirbúningur
Eftir frábæran sigur á föstudaginn var gegn ÍR í toppslag deildarinnar hefur léttleiki einkennt liðið og menn haft gaman af því sem þeir eru að gera. Klókur þjálfarinn hefur þó komið því á framfæri við leikmenn í svokölluðum “uppeldishornum” (sem er norðvestur hornið í kaplakrikasal) að það er kalt á toppnum og menn þurfa að halda sér á jörðinni og vera einbeittir. Sigur í deild er langur vegur enn og mikilvægt að hugsa einn leik fram í tímann.

Ástand
Hópurinn er enn sem áður í góðum málum hvað meiðsli varðar. Addi Tedda er þó alltaf tæpur í baki og spurning hversu sprækur hann verður fyrir föstudag. Leo farinn að beita sér 100% og Heiðar verður með á föstudag en lætur svo krukka í öxlina á þriðjudag, gengur ekki lengur að vera hálfur maður á vellinum. Kemur svo væntanlega meiðslalaus og til í átök eftir áramót.

Ekki hefur endanlegur hópur fyrir leikinn verið útnefndur en líklegur hópur er þessi:

Markmenn:
Leo Cristescu
Hilmar Þór Guðmundsson

Aðrir leikmenn
Gummi Ped
Valur Arnars
Ólafur Gúst
Ólafur Guðmunds
Aron Pálmars
Arnar Tedda
Guðjón Helga
Ari Þorgeirs
Guðni Kristins
Theódór Pálma
Sigursteinn Arndal
Heiðar Örn Arnars

Þjálfarar eru engir aðrir en:
Elvar Erlings
Sigursteinn Arndal

Hjálparkokkarnir:
Einar Andri Einars
Bergsveinn Bergsveins
Benedikt Guðbjarts
Sveinbjörn

Andstæðingurinn, Víkingar

Eins og áður sagði hafa Víkingar á að skipa sterkt lið sem er illviðráðanlegt á góðum degi. Sterkastir hjá þeim í vetur hafa verið hornamaðurinn Ásbjörn Stefánsson og örvhenta skyttan Ragnar Hermannsson, aðrir hættulegir eru Þórir Júlíusson og Sveinn Þorgeirsson. Víkingar eru með öðruvísi lið en síðustu 2 andstæðingar okkar. Þeir hafa stóra leikmenn fyrir utan sem verður að mæta. Í síðustu leikjum gegn ÍR og Gróttu höfum við haft minni áhyggjur af skotum fyrir utan. Því þarf upplegg þessa leiks að vera öðruvísi.

Stuðningur
Okkur strákunum fannst frábært að sjá fjölda FHinga mæta á leik okkar gegn ÍR og ekkert skemmtilegra en að spila mikilvægan leik fyrir framan fullt af áhorfendum. Nú þurfum við bara að fara að heyra meira í ykkur! Við skorum á ykkur gott fólk að mæta í krikann og n

Aðrar fréttir