FH-Víkingur Umfjöllun

FH-Víkingur Umfjöllun

   26-26  

Það var nokkuð ljóst að menn þyrftu að vera extra einbeittir og undirbúnir fyrir þennan leik, því búist var við að Víkingsmenn myndu sína tennurnar eftir ófarir þeirra gegn okkur síðast, ekki síst líka vegna nýlegra mannabreytinga hjá liði þeirra. Okkur hefur gengið vel í vetur og það er ákveðin kúnst að halda sér niðri á jörðinni í slíkri stöðu, forðast hroka sem getur leitt til þess að menn fara ekki 100% á fullu inn í leiki. Þetta er eitthvað sem þjálfari brýndi fyrir mönnum fyrir leik og sagði jafnframt á sinn hnitmiðaða hátt að “Vari fylgdi vegsemd hverri”.


Valur í baráttunni

Fyrri hálfleikur

Það kom líka á daginn að Víkingar ætluðu sér stóra hluti og voru ekki á þeim buxunum að tapa aftur fyrir okkur. Það var jafnt á upphafsmínútum leiksins, en í stöðunni 2-2 kom afar slæmur kafli hjá okkur FHingum. Víkingar skoruðu 5 mörk í röð og staðan skyndilega 2-7. Vörnin var lek á þessum kafla, við náðum ekki að trufla sóknarleik Víkinga nægilega. Helst var það þó sóknarleikur okkar sem var slæmur og gerði það að verkum að Víkingar náðu fjölda hraðaupphlaupa. Menn náðu ekki að hreyfa vörn Víkinga og þar með var erfitt að koma sér í þau færi sem við vildum. Völdum því í framhaldi léleg færi sem markvörður þeirra náði að vera yfirleitt auðveldlega.

Í framhaldi af þessu tekur þjálfari leikhlé og við náum að stilla betur strengi okkar, klórum í bakkann og staðan í hálfleik var 12-15. Fyrri hálfleikur var gífurlega hart leikinn. Víkingar ætluðu sér að berja á okkur og við virtumst ekki vera tilbúnir í þau átök til að byrja með. Við vorum þó fljótir að átta okkur og svöruðum í sömu mynd. Allt ætlaði um koll að keyra á tímabili og rólyndismaðurinn Valur “fade away” Arnarson var manna æstastur á tímabili. Valur er reyndur leikmaður og róaði sig fljótt niður svo ekki kom að sök.


Stórglæsileg blokk hjá okkar mönnum!

Seinni hálf

Aðrar fréttir