FHingar að gera það gott í landsliðum Íslands

FHingar að gera það gott í landsliðum Íslands

FHingar eru atkvæðamiklir þessa dagana í handknattleikslandsliðum
Íslands. A-landsliðið var rétt í þessu að tryggja sér þátttöku í 8 liða
úrslitum Ólympíuleikana með Loga Geirsson innan borðs eftir stórkostlegan spennuleik við Dani sem endaði með jafntefli. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Ágústsson og Sigurður Örn Arnarson, ásamt þjálfaranum Einar Andra Einarsson munu á morgun, sunnudag leika um 3. sætið á em U-18 ára.

Íslenska A-landsliðið hefur gert það gríðarlega gott á ÓL í Kína, unnið ólympíumeistara Rússa, heimsmeistara Þjóðverja, duttu reyndar aðeins niður og töpuðu fyrir Asíumeisturum S-Kóreu, en gerðu svo jafntefli, 32-32 við Evrópumeistara Dani rétt í þessu eftir hreint ótrúlegan spennuleik. Logi Geirsson hefur spilað stóra rullu í liðinu. Hefur verið varamaður fyrir Arnór Atlason og látið til sín taka þegar hann kemur inn á. Logi var tiltölulega óheppinn í leiknum í dag þar sem hann hlaut óskiljanlegt rautt spjald frá sænskum dómurum leiksins. Dæmi um leik þar sem bæði liðin stóðu sig frábærlega en dómararnir ekki. Íslendingar munu svo leika við Egypta í síðasta leik riðilsins aðfaranótt mánudags kl 1. Við sitjum áfram límd við skjáinn á hvaða tíma sem leikirnir eru og fylgjumst með okkar mönnum!

Íslenska U-18 liðið hefur einnig staðið sig stórkostlega á EM í Tékklandi og tryggði sér sæti í undanúrslitum í vikunni. Þar mættu þeir Þjóðverjum í hörkuleik en urðu að láta í minni pokann með 5 mörkum 33-28. Aron Pálmarsson setti 5 mörk í leiknum og hefur verið að spila glymrandi á mótinu. Aðriri FHingar hafa verið að standa sig með prýði. Íslendingar spila því um bronsið á morgun, sunnudag kl 13 við Svía.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér.

Áfram Ísland og áfram FHingar!

Aðrar fréttir