
FHingar í eldlínunni með landsliðum Íslands
Um þessar mundir eru nokkur fjöldi leikmanna FH í karlaflokki að æfa og
spila með landsliðum Íslands og er um að ræða leikmenn í 17 ára, 19 ára
og 21. árs og A landsliðum Íslands. Þessir leikmenn eru eftirfarandi:
A lið
Aron Pálmarsson
Aron er meðal leikmanna sem hafa verið valdir í A landslið karla sem mætir Makedóníu og Eistum í næstu viku í undankeppni fyrir EM.
21 árs lið
Ásbjörn Friðriksson
Ólafur Gústafsson
Sigurður Ágústsson
Um er að ræða æfingarhóp sem æfir dagana 18.-22. mars undir stjórn Heimis Ríkharðssonar. Fyrsta æfing liðsins er á miðvikudaginn kl.19.00 í Vodafone Höllinni.
19 ára lið
Benedikt Reynir Kristinsson
Reynir Jónasson
Ólafur Guðmundsson
Örn Ingi Bjarkason
Um er að ræða æfingarhóp sem kemur til með að æfa helgina 20.-22. mars
undir styrkri stjórn Einars Andra Einarssonar, okkar manns og Einars Guðmundssonar.
17 ára lið
Siguður Ingiberg Ólafsson
Ísak Rafnsson
Kristján Gauti Emilsson
Þórir Traustason
Magnús Óli Magnússon
Um er að ræða æfingarhóp sem kemur til með að æfa helgina 20.-22. mars í Kaplakrika. Einar Andri er einnig með þennan hóp ásamt Arnari Þorkelssyni.
Þetta gera hvorki fleiri né færri en 13 leikmenn. FH.is óskar þessum stórefnilegu leikmönnum úr röðum FH góðs gengis í baráttunni fyrir Íslands hönd.
Nánari upplýsingar á www.hsi.is