FHingar komnir áfram

FHingar komnir áfram

FH sigraði Knattspyrnufélag Vesturbæjar í 32 liða úrslitum í SS bikarnum í kvöld. Leikurinn  var ágætis skemmtun og endaði 37-15 eftir að staðan var 15-6 í hálfleik. Nokkra lykilmenn vantaði í lið KV, þeir A. Trufan og J. Duranona voru meiddir og munar um minna. Hjá okkur FHingum vantaði Val, Manna, Aron og Binna. Það kemur bara maður í manns stað sagði einhver og sú varð raunin. Hilmar markmaður tók stöðu leikstjórnanda síðustu mínútuna, og setti upp í eitthvað kerfi þar sem hann fékk að njóta sín. En hann gerði sér lítið fyrir og sveif upp af 11 metrum og hamraði boltann í netið.

Þakka ber KV fyrir drengilegan leik, frískir strákar þar á ferð sem koma eflaust tvíelfdir og reynslunni ríkari inn í bikarinn á næsta ári. Athyglisvert að sjá hvað þeir léku af mikilli yfirvegun. Létu skapið aldrei hlaupa með sig í gönur og héldu sinni línu hvað sem á dundi. Þeir eiga hrós skilið fyrir það.  Hægt er að velja mann leiksins á  http://www.123.is/muggur/ 

Mörk FH: Heiðar 7, Guðjón 7, Ari 6, Árni Stefán 5, Björn 4, Gulli 3, Bjarni 3, Óli Heimis 1 og Hilmar 1.

Varin skot: Danni varði slatta og Óli kannski aðeins minna.

Aðrar fréttir