Firmakeppni FH í Risanum.

Firmakeppni FH í Risanum.

Meistaraflokkur FH í knattspyrnu ætlar að standa fyrir firmakeppni í knattspyrnu laugardaginn 4. apríl 2009 í Risanum (gervigras) í Hafnarfirði. Á undanförnum árum hafa 12-16 lið tekið þátt. Mótið hefst kl. 11.30 og lýkur með úrslitaleik seinni part dags. Vellinum er skipt til helminga (í tvo velli) og er spilað á lítil knattspyrnumörk.

Leikreglur: 4 útileikmenn + markmaður. Heildarfjöldi leikmanna í hverju liði er takmarkaður við 8 leikmenn.

Leiktími: 1 x 10 mín. (Gæti breyst eftir fjölda liða)

Þátttökugjald: 25.000 kr. pr. lið

Glæsileg verðlaun í boði.

Meistaraflokkur FH skorar á fyrirtæki eða hópa að taka þátt í mótinu og eiga skemmtilegan dag og um leið styrkja liðið til áframhaldandi sigra á vellinum.

Ef óskað er eftir einhverjum upplýsingum sem ekki er hægt að finna hér að ofan er hægt að hafa samband við Atla Viðar Björnsson (atlividar@sportland.is) eða Frey Bjarnason (freyr@frettabladid.is)

Niðurröðun riðla og tímasetningar verða settar inn á FH-síðurnar (www.fh.is eða www.fhingar.net ) eigi síðar en 3. apríl.

Aðrar fréttir