Fjármál í fótbolta

Fjármál í fótbolta

Fræðslufundur í Hörpu þriðjudaginn 28. apríl kl. 08:30 – 10:00.

VÍB og Fótbolti.net bjóða á afar áhugaverðan fund sem knattspyrnuáhugafólk má ekki láta framhjá sér fara.

Framsögu heldur Nils Skutle, en hann var formaður norska liðsins Rosenborg á árunum 1998-2011. Nils ræðir þar meðal annars um ótrúlegt Evrópuævintýri og uppbyggingu Rosenborgar.

Að lokinni framsögu tekur Nils þátt í pallborðsumræðum um möguleika íslensku liðanna, en með honum verða þeir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH og Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR.

Frítt er á fundinn og ekki þarf að greiða fyrir bílastæði í Hörpu meðan á fundi stendur

Smelltu hér til að skrá þig


Aðrar fréttir