Fjórði 0-1 sigurinn í röð á Kópavogsvelli?

Fjórði 0-1 sigurinn í röð á Kópavogsvelli?

Breiðablik er mótherji FH í Pepsi-deild karla í kvöld, en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og flautað verður til leiks klukkan 19:15.

Grænklædda liðið í Kópavogi byrjaði tímabilið afleitlega og vann ekki leik fyrr en í níunda umferð. Þeir hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru komnir í áttunda sæti með tólf stig; tveir sigrar – sex jafntefli og þrjú töp.

FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sumarsins í Krikanum þar sem okkar menn voru óheppnir að vinna ekki leikinn, en þeir fengu urmul af færum.

Þessi lið hafa mæst 30 sinnum í leikjum á vegum KSÍ frá árinu 2000. FH hefur unnið 20, sjö þeirra hafa farið jafntefli og Breiðablik hefur unnið þrjá. Markatalan er 61-31 FH í hag. Síðasta tap FH gegn Breiðablik kom árið 2010 og síðan þá hefur FH unnið þrjá 1-0 sigra í röð á Kópavogsvelli.

Leikurinn í kvöld er mikilvægur. Stjarnan tók toppsætið af okkur í gær með sigri á Fylki, en með sigri í kvöld eða jafntefli förum við aftur á toppinn. Erfitt ferðalag frá Hvíta-Rússlandi er að baki og vonandi verður lítil sem engin þreyta í strákunum og þeir klára þetta verkefni með sóma í kvöld. Við höfum fulla trú á þeim! Koma svo – allir á völlinn! Áfram FH!

Aðrar fréttir