Flott umsögn

Flott umsögn

Bikarmeistarar unglingaflokks karla í handbolta

Í gær sá ég í fyrsta skipti karlalið FH sem búið er að vinna alla titla bæði hérlendis og erlendis sem þeir hafa haft færi á.  Ég er búinn að heyra af þeim og lesa um þá í gegnum árin þó þeir séu aðeins í kringum 18 ára aldurinn.  Ég var í Drammen fyrir tveim vikum og þar lýstu menn aðdáun sinni á þessum drengjum og því þótti mér ástæða til að fara í Höllina og sjá þá.  Ég get ekki setið á mér að lýsa yfir aðdáun minni á þessum drengjum og það liggur við að ég skammist mín að hafa ekki séð þá fyrr.  Það sem vakti fyrst og fremst aðdáun mína, fyrir utan hvað þeir eru góðir í handbolta, var hvað þeir voru agaðir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum.  Oft hef ég séð drengi í þessum aldursflokki æsa sig upp af minna tilefni en þeir fengu í gær, en þeir létu það ekkert á sig fá og mótmæltu aldrei dómum eða þeirri meðferð sem þeir fengu hjá andstæðingunum.  Ég vil líka hrósa Stjörnumönnum sem sýndu mjög góðan og drengilegan leik í gær og börðust vel þrátt fyrir að við ofurefli væri að etja.  Ef rétt er að málum staðið og vel verður haldið utan um þessa drengi þá er framtíðin björt í íslenskum handbolta og það er langt síðan við höfum átt slíkan hóp sem vekur mikla athygli, bæði hérlendis sem og erlendis.  Þarna eru komnir drengir sem kunna ekkert annað en að vinna og það á eftir að skila sér síðar.  Ég hlakka mikið til að fylgjast með þeim á næstu árum!!

http://hsi-domarnefnd.blog.is/blog/hsi-domarnefnd/?nc=1#entry-462996

Aðrar fréttir