Foreldrafundur BUR vegna framkvæmda í Krikanum

Foreldrafundur BUR vegna framkvæmda í Krikanum

krakkarStjórn Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH boðar til opins fundar forráðamanna, fimmtudaginn 19 júní kl. 17:30 í sjónarhól Kaplakrika.  Farið verður yfir þær framkvæmdir sem standa fyrir dyrum til að bæta úr bágri aðstöðu iðkenda FH og þær tillögur sem liggja fyrir varðandi tímaramma og fjármögnun verkefnisins.

Tillaga liggur fyrir um hækkun iðkendagjalda á bilinu 5.000 – 10.000 á ári til þess að get hrint þessu verkefni í framkvæmd. Forráðamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér efnið sem lagt verður fram og taka þátt í umræðum.

Við höfum ekki getað sinnt öllum þörfum iðkenda sem skyldi síðustu ár og meðal annars þurft að semja við önnur lið um að fá að spila okkar heimaleiki á þeirra velli.  Okkur var hótað brottrekstri úr faxanum vegna þessa og ljóst að við getum ekki búið við þá aðsöðu sem við höfum mikið lengur.

 

Með von um að sem flestir láti sjá sig.

Stjórn Barna og unglingaráðs

Aðrar fréttir