"Forréttindi fyrir leikmenn"

"Forréttindi fyrir leikmenn"

 
Kæru FH-ingar.

 

Við leikmenn meistaraflokks karla í
handbolta viljum óska öllum FH-ingum til hamingju með 80 ára afmæli
félagsins. Einnig viljum við þakka fyrir frábæran stuðning í leiknum í
gær en vart þarf að taka það fram hversu mikil forréttindi það voru
fyrir okkur leikmenn að spila þennan leik á þessum degi fyrir framan
fólkið okkar. Það sást svart á hvítu hversu marga og dygga
stuðningsmenn félagið á að ógleymdri umgjörðinni í Krikanum sem var með
slíkum hætti að það er manni til efs að önnur félög geti leikið þetta
eftir. Algjörlega frábærlega að öllu staðið!

 

Með von um að sjá sem flesta í afmælisveislunni annað kvöld,
 
f.h. mfl.
Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði

Aðrar fréttir