Forsala og fréttamannafundur:  FH – Haukar

Forsala og fréttamannafundur: FH – Haukar


Forsala fyrir leikinn

Forsala verður fyrir leik FH og Hauka milli 17 og 19 í Kaplakrika í dag og milli 14 og 18 á morgun í Firði Hafnarfirði þar sem leikmenn FH munu vera á staðnum allan tímann. 1000 kr er aðgangseyrir. Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri.

Kíkið Krikann i dag eða niður í Fjörð á morgun og spjallið við strákana okkar. Kaupið ykkur miða tímanlega og forðist biðraðir á leikdegi því það verður væntanlega margt um manninn á sunnudaginn!

Fréttamannafundur í dag

Í dag föstudag verður fréttamannafundur í Firði Hafnarfirði kl 15.

Tilefnið er leikur FH og Hauka í 8 liða úrslitum Eimskipsbikar karla í handbolta sem leikinn verður á sunnudaginn nk. kl 15:30 í Kaplakrika.

Á fundinum sitja fyrir svörum þjálfarar liðanna, Elvar Erlingsson og Aron Kristjánsson og með þeim, vonarstjörnur íslenska landsliðsins, þeir Aron Pálmarsson leikmaður FH og Sigurbergur Sveinsson leikmaður Hauka.

Aðrar fréttir