Fótboltastelpurnar unnu sinn annan leik í Lengjubikarnum

Fótboltastelpurnar unnu sinn annan leik í Lengjubikarnum

Leikur FH var til fyrirmyndar á löngum köflum og höfðu stelpurnar okkar þó nokkra yfirburði.  Fjöldi færa leit dagsins ljós en ekki tókst FH að nýta nema brot af þeim.  Staðan í hálfleik var 2-0 en þá höfðu Sindrastúlkur ekki fengið teljandi færi. 
Í síðari hálfleik hélt FH uppteknnum hætti en að þessu sinni voru þær lánssamari við mark andstæðinganna og bættu við 4 mörkum.  þar bar hæðst að Grundfirðingurinn knái Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir gerði þrennu og hin geðþekka og stórefnilega Sigrún Ella Einarsdóttir setti sitt fyrsta mark eftir 14 mánaða fjarveru í kjölfar alvarlegra meiðsla.  Sigrún virkaði ekki mikið ryðguð eftir svo langt hlé og er henni hér með óskað til hamingju með að vera komin í búningin að nýju.

FH-stelpurnar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum; gegn Þrótti og nú Sindra, skorað 8 mörk og aðeins fengið á sig 1.

Næsti leikur FH er gegn Haukum þann 17. apríl næstkomandi á Ásvöllum

Aðrar fréttir