Knattspyrnudeild FH leggur mikla áherslu á “Knattspyrna- leikur án fordóma” þar sem mikil áhersla er lögð á að koma í burtu fordómum úr knattspyrnu,koma í veg fyrir einelti, og leggja mikla áherslu á drengilegan og heiðarlegan leik.

  • Þjálfarar KDFH hvetji leikmenn sína til að leika heiðarlega, enda eru þjálfarar fyrirmyndir leikmanna.
  • Að leikmenn KDFH leiki knattspyrnu án rifrilda við dómara leiksins og án alvarlegra leikbrota.
  • Að áhorfendur KDFH hvetji leikmenn sína áfram heiðarlega og útiloka öll niðrandi og meiðandi ummæli í garð dómara og leikmanna inn á vellinum.
  • Að foreldrar og forráðamenn barna hvetji þau til að leika heiðarlega, mæta vel á leiki og sýni góðan og drengilegan stuðning og forðist öll niðrandi og meiðandi ummæli í garð dómara og leikmanna. Foreldrar og forráðamenn eru jú fyrirmynda barna.
  • Að KDFH stuðli að því að fjölmiðlar birti jákvæða umfjöllun um leiki KDFH.
  • KDFH hvetur alla sem koma að knattspyrnu að leggja áherslu á að knattspyrnan sé leikinn á drengilegan og heiðarlegan hátt og umfram allt að
    sýna öðrum þátttakendum virðingu.
  • KDFH leggur mikla áherslu á að jákvæð og öguð framkoma leikmanna KDFH ætti að vera markmið sérhvers leikmanna KDFH inn á vellinum.
  • KDFH mun stefna að því að halda málþing um jafnrétti kynþátta og fordóma á árinu.

HVAÐ ERU FORDÓMAR?

Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgengin(n) eða mismunað vegna útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annara aðstæðna.
Því miður er það staðreynd að á Íslandi verða einstaklingar fyrir fordómum og aðskasti m.a. vegna uppruna síns. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir fordóma í knattspyrnunni og samfélaginu. Með samstilltu átaki getum við áorkað miklu til þess að uppræta þennan vágest.

HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

Ef að einhver einstaklingur í kringum okkur er haldinn fordómum skaltu ekki taka undir með viðkomandi heldur benda á að þú sér ekki sammála. Þú getur frætt aðra um fordómar eiga ekki rétt á sér í knattspyrnunni eða annars staðar. Einnig getur þú beðið fólk um að setja sig í spor þess sem að það fordæmir og reyna að opna augu viðkomandi fyrir þessari vá. Við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
Sýnum þeim sem verða fyrir fordómum stuðning og reyndu að liðsinna þeim. Ef að þú verður fyrir fordómum, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. það geta verið vinir, foreldrar, þjálfarar eða einhver sem að þú treystir.

HVAÐ ER EINELTI?

Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, ilkvittnum uppnefnum, ógnandi árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap. Oft er erfitt að greina einelti en það birtist því miður í flestum hópum í okkar samfélagi. Eineltið birtist t.d. oft í þeirri mynd að einhver er skilin(n) eftir útundan. Einelti veldur jafnan miklum kvíða hjá viðkomandi og vanlíðan. Öll þekkjum við einhvern einstakling sem að hefur verið strítt en hefurðu hugsað hvernig þér myndi líða í hans sporum? Einelti er eitthvað sem að við viljum alls ekki sjá í knattspyrnunni frekar en annars staðar.

HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

Þú getur sleppt því að taka þátt í eineltinu. Þú getur einnig sagt öðrum frá t.d. vinum þínum að það sé rangt að leggja einhvern í einelti. Börn geta sagt þjálfara, eða öðrum fullorðnum sem að þau treysta frá eineltinu. Mjög mikilvægt er að sýna þeim sem verður fyrir eineltinu stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona framkomu. Ef að þú gerir ekkert og þegir heldur viðkomandi að þér finnist þetta sllt í lagi og þú tekur þar með þátt í eineltinu. Hvernig fyndist þér ef svona væri komið fram við þig?
Ef að þú verður sjálfur fyrir einelti, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem að þú treystir.

Knattspyrnudeild FH

Byggt á heimildum Leikur án fordóma samvinnuverkefni UEFA, KSÍ og Mastercard.