"Frá fyrsta fundi ákveðinn að koma í FH" – Pálmar Pétursson í viðtali

"Frá fyrsta fundi ákveðinn að koma í FH" – Pálmar Pétursson í viðtali

Pálmar Pétursson er nýr markvörður okkar FH-inga. Þessi 25 ára gamli Húsvíkingur hefur alið manninn undanfarin 9 ár hjá Val að Hlíðarenda og er gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Það er mikið ánægjuefni að Pálmar valdi að koma til FH en hann segist vera kominn í Kaplakrika til þess að vinna titla, eitthvað sem Pálmar er vanur. FH.is spurði Pálmar spjörunum úr varðandi vistaskiptin.

„Mér líst gríðarlega vel á þetta. Ég er búinn að vera tvístígandi með hvað ég ætti að gera. Ég var kominn á endastöð að mér fannst þar sem ég var. Nokkur lið höfðu samband við mig nú í vor en mér leist strax mjög vel á FH, þjálfarana, umgjörðina og allt sem er í gangi hér í Kaplakrika. Frá fyrsta fundi var ég eiginlega ákveðinn að koma hingað,“ sagði Pálmar eftir undirskrift samningsins við FH um ástæðuna og tilfinninguna með að vera kominn í Kaplakrika.

Er ekki skrítið að skipta í annað lið eftir 9 ár á Hlíðarenda?
„Jú, það er svolítið sérstakt. Þetta er dálítið eins og að hætta með kærustu í góðu, báðir aðilar vita að þetta sé orðið fínt og komið nóg. Ég skil við Val í góðu og er hingað kominn til þess að gera góða hluti.“

Hvernig voru árin hjá Val og hvað tekur þú með þér þaðan?
„Tíminn hjá Val var frábær. Ég vann 3 stóra titla, tók þátt í Meistaradeild Evrópu og hef því byggt upp þá hefð að vinna titla. Ég ætla mér að viðhalda þeirri hefð og vinna titla með FH. Ég er ekki kominn hingað til að gera neitt annað en að berjast um titla og vinna þá. Ég tel að FH sé klúbbur sem verði í þeirri baráttu á næstu árum,“ sagði Pálmar sem ætlar sér greinilega að ná í nokkrar medalíur með FH og lái það honum hver sem vill.

Verandi  jafn reynslumikill og sigursæll sem þú ert, hvernig sérðu þitt hlutverk í liðinu fyrir þér?
„Ég náttúrulega kem hingað til að fá mikinn spiltíma en samt sem áður fæ ég verðuga samkeppni frá Danna og Hilmari sem eru góðir markmenn. Ég reikna með að verða í því hlutverki að miðla einnig til Danna ,sem er ungur og mjög efnilegur, því sem ég hef lært á mínum ferli þó ég sé ekki nema 25 ára gamall.“

Pálmar segist feta í stór spor Magnúsar Sigmundssonar og segir erfitt að fylla hans spor enda hafi hann verið hokinn af reynslu og góður markmaður.
„Ég tek náttúrulega við af miklum reynslubolta og mun reyna að byggja ofan á það sem Maggi gerði fyrir FH. Með mér og Jóni Heiðari kemur reynsla til liðsins auk þess sem Jón er mjög góður leikmaður. Við komum til með að bæta við vörnina sem var helsti veikleiki liðsins síðasta vetur. Sóknarleikurinn er ekkert vandamál, við erum með þvílíka talenta í sókninni en vörnin er eitthvað sem við verðum að fínpússa saman í sumar. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að hún verði tip-top í haust,“ sagði Pálmar bjartsýnn með varnarleikinn.

Jafn góður markvörður og Pálmar hlýtur að hafa metnað fyrir landsliði og jafnvel atvinnumennsku. Ég spurði hann því út í þau mál.
„Ég hef ekki verið mikið að fókusera á útlöndin sko. Ég er búinn að vera að einbeita m

Aðrar fréttir