Frábær árangur 6. flokks kvenna á deildarbikarmótinu

Frábær árangur 6. flokks kvenna á deildarbikarmótinu

Frá föstudegi til sunnudags kepptu stelpurnar allnokkra leiki og þeim gekk ofsalega vel og voru sínu liði til sóma. Foreldrar eiga hrós skilið fyrir mætinguna og stuðning liðannaJ

A-liðið vann fjóra leiki samtals en töpuðu á móti ÍR og Selfoss en þau liðið spiluðu svo til úrslita. Stelpurnar voru ákveðnar í leikjunum og hafa tekið miklum og góðum framförum.

Svona fóru leikir A-liðsins

‘

FH-Stjarnan 6-2
ÍR-FH 11-4
Fjölnir-FH 2-11
FH-Selfoss 7-8
Haukar-FH 7-11
(spil um 5.sæti)
UMFA-FH 2-4

Markaskorarar (fyrir utan haukaleikinn sem við misstum af og ekki var tekið niður skorið)
Kolbrún Kristín 17 mörk
Konný Björk 8 mörk
Elín Ósk 6 mörk
Nótt 1 mark

B-liðið stóð sig hreint frábærlega og sýndu þær hve miklar framfarir þær hafa tekið á stuttum tíma. Þær spiluðu vel saman og vörnin hjá þeim var frábær, mikil fótavinna í gangi.

Þær komust í úrslit en sá leikur tapaðst og ekkert við því að gera en læra af honum.

B-lið

ÍR-FH 4-5
FH-Fjölnir 4-4
FH-HK 9-8
UMFA-FH 1-11
Grótta-FH 3-4
(undanúrslit)
FH-Stjarnan 4-3
(úrslitaleikur)
FH-ÍR 8-4

markaskorarar B-lið:

Þórey Anna 21 mark
Bryndís Sunna 10 mörk
Mónika 7 mörk
Ylfa Hrönn 2 mörk
Árný Björk 1 mark

Áfram stelpur..

Aðrar fréttir