Frábær árangur hjá 5. flokki kvenna

Frábær árangur hjá 5. flokki kvenna

5. flokkur kvenna hjá FH hefur verið að gera stórgóða hluti í knattspyrnunni í sumar og stóð flokkurinn í ströngu síðasta laugardag þegar úrslitaleikir í A- og B-liðum fóru fram í Krikanum. A-lið FH lék gegn Breiðabliki í úrslitum og fóru leikar 3-1 fyrir Kópavogsstúlkur eftir hörkuleik. B-lið FH lagði hins vegar lið Vals í úrslitaleik, 3-0 og er því Íslandsmeistari. Við þetta má svo bæta að fyrr í sumar endaði C-lið flokksins í þriðja sæti á Íslandsmótinu, D1-lið í öðru sæti og D2 í sjötta sæti.

Árangurinn hjá þessum fjölmenna flokki er því glæsilegur í sumar og sýnir að þarna fer feikilega öflugur hópur. Þjálfarar 5. flokks kvenna eru Kári Freyr Þórðarson, Þórarinn B. Þórarinsson og Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir.

Aðrar fréttir