Frábær FH helgi í Höllinni

Frábær FH helgi í Höllinni

 bikarm 2013  bikarm 3 fl

 

Það er óhætt að segja að bikarhelgin í Laugardalshöll hafi verið helgi FH – inga en FH varð eina félagið til þess að tryggja sér tvo bikarmeistaratitla. Fjölmenni fylgdi FH liðunum og studdu sín lið frábærlega vel. 3. Flokkur karla mætti Gróttu á laugardagskvöld og 2. Flokkur mætti Haukum á sunnudagskvöld.

FH liðið í 3. flokki er í harðri baráttu við Gróttu um sigur í deildarkeppni 3. Flokks. Það var því ljóst að um mikinn hörkuleik yrði að ræða. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og FH – ingar yfirleitt með frumkvæðið.  Í lokinn jafnaðist leikurinn og endaði í framlengingu þar sem FH – ingar voru sterkari. Lokatölur 28 – 25. Maður leiksins var hornamaðurinn frábæri Halldór Ingi Jónasson.

halldor maður l

FH liðið í 2. flokki. Er ósigrað í vetur og hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitillinn. FH liðið spilaði flottan leik í gærkvöldi og vann sannfærandi sigur 25 – 21. Liðið spilaði frábæra vörn með besta manna vallarins í markinu Ágúst Elí Björgvinsson sem varði 21 skot en hann var einmitt valin maður leiksins.

agust Eli  
Þjálfarar liðanna þeir Árni Stefánsson og Sigursteinn Arndal hjá 3. flokki og Guðjón Árnason og Árni Stefán Guðjónsson hjá 2. flokki eiga hrós skilið fyrir leikina. Liðin voru vel undirbúin bæði andlega og líkamlega. Spennustigið var flott og mönnum leið vel inná vellinum sem er afleiðing af góðum undirbúning þjálfara.

Umgjörðin í Höllinni var svo sannarlega til sóma. Vel var staðið að öllum málum og mikið fjölmenni fylgdi öllum liðum í leikina. HSÍ á hrós skilið fyrir helgina og Final 4 örugglega komið til að vera.

Framtíðin í Krikanum er björt. Yngri flokkar FH í handboltanum halda í hefðina og skila inn titlum áfram líkt rík hefð hefur skapast fyrir.
En þessi árangur næst ekki nema með frábærri vinnu hjá unglingaráði og stjórn hkd. FH, þau eiga hrós skilið fyrir sína vinnu.
Vonandi verður þessi helgi innblástur fyrir þessa og einnig aðra flokka hjá félaginu sem en eru að berjast á sínum vígstöðvum.

Áfram FH!

 

Brynja Traustad og Jónas Árnason tóku fjöldi mynda á leikjunum og munu þær koma mjög fljótlega

<a href="https://www.facebook.comhttps://fh.is/media/set/?se

Aðrar fréttir