Frábær karakter í FH liðinu

Frábær karakter í FH liðinu

Í gærkvöld sigraði FH, Breiðablik 2 -3 á Kópavogsvelli. FHingar sem lentu 2 -0 undir náðu að rífa sig upp eftir þrefalda skiptingu þjálfarateymisins þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið frábær og til marks um það má benda á að yfir 50 tilraunir voru gerðar samanlagt að mörkum liðana.

Mörk FH skoruðu Matthías Vil, Atli Guðna (líklega skráð sem sjálfsmark á Breiðablik), Alexander Söderlund gulltryggði svo FH sigurinn á 90+ mínútu með frábæru skoti í þaknetið eftir vel útfærða fyrirgjöf Loga.

Sannarlega stórkostleg úrslit og magnaður karakter í FH liðinu. Næsti leikur er í Kaplakrika á laugardag á móti toopliði Stjörnunar.

Myndir úr leiknum má finna hér og það var að sjálfsögðu hirðljósmyndarinn Jói Long sem var á vellinum með nýju linsuna sína.

Aðrar fréttir