Frábær sigur á Haukum í 2. flokki

Frábær sigur á Haukum í 2. flokki

Fyrsti leikur vetrarins var á móti UMFA í Mosfellsbæ og höfðu strákarnir algera yfirburði í leiknum staðan í hálfleik var 7 – 21 og lokatölur 12 – 36. Frábær leikur hjá stákunum en Afturelding er með nokkuð sterkt lið í 2. flokki. Næsti leikur var heimaleikur gegn Selfoss og að lokum höfðu FH strákarnir sigur 26 – 23. Þriðji leikurinn var gegn Fjölni og var þar um ræða leik kattarins að músinni og niðurstaðan varð stórsigur FH-inga.

Í gærkvöldi fóru strákarnir upp á Ásvelli til að spila við Hauka. Búist var við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. FH – ingar mættu mjög einbeittir til leiks og tóku leikinn í sýnar hendur frá fyrstu sókn og vörn. Danni var frábær í markinu í fyrrihálfleik og FH-strákarnir gegnu á lagið og röðuðu mörkum úr hraðaupphlaupum. Aron stjórnaði sókninni mjög vel og heilt yfir spiluðu allir vel sóknarlega og varnarlega. Haukarnir komust lítið áleiðis gegn sterkri 3-2-1 vörn gestarana og það sem fór í gegn varði Danni. Staðan í hálfleik 7 – 18. Seinnihálfleikur var síðan aðeins formsatriði að klára og var jafnræði með liðunum nema hvað Haukarnir drógu heldur á í lokinn og lokatölur urðu 23 – 29. Frábær leikur hjá stráknum sem ætla sér stóra hluti í 2. flokknum í vetur. Liðin mætast svo aftur næsta laugardag í Strandgötu kl. 17:00 í síðasta leik 2. flokks fyrir áramót.

Aðrar fréttir