Frábær sigur hjá stelpunum

Frábær sigur hjá stelpunum

FH
stúlkurnar gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær og unnu mjög sannfærandi
sigur á ungu og spræku liði HK. Okkar stúlkur höfðu frumkvæðið allan
leikinn og voru mjög samstilltar frá fyrstu mínútu. Ragnhildur átti
stórleik og dróg vagnirnn. Það er þó ekki þar með sagt að aðrar hafi
ekki lagt í púkkið því liðsheildin var mjög sterk í þessum leik. Svo
sannarlega góður sigur.

Stelpurnar hafa byrjað íslandsmótið af
miklum krafti og eru nú með 6 stig eftir 4 umferðir. FH-ingar eru því
hvattir til að mæta á völlin og styðja stelpurnar en þetta er nánast
hreinræktað FH lið.

Áfram FH

Aðrar fréttir