Frábært lokahóf FH!

Frábært lokahóf FH!

Stórskemmtilegt og glæsilegt lokahóf handknattleiksdeildar FH fór fram á laugardaginn var í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Mæting var mjög góð, um 200 manns voru mættir og gríðarlega góður andi og stemmning einkenndi kvöldið. Verðlaunaafhendingar voru veittar til þeirra sem sköruðu framúr í vetur í báðum meistaraflokkum og í 2. flokki karla. Muggur, stuðningsfélag FH veitti viðurkenningar og einnig voru veittar viðurkenningar fyrir áfangaleiki. Meðal þeirra sem heiðraðir voru á hófinu voru Guðmundur Pedersen sem náði því ótrúlega afreki að spila 500. leikinn fyrir félagið á tímabilinu og Valur Arnarson fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins en hann er hættur handboltaiðkun eftir tímabilið.

Veislustjóri kvöldsins var formaðurinn Þorgeir Jónsson og stýrði hann veisluhöldum með prýði.

Gríðarlega góður matur var á borðum, lamb, svín og kalkúnn og dýrindis súkkulaðiterta var í eftirrétt.

Eftirfarandi leikmenn fengu viðurkenningar:

Mfl kvk:
Mestu framfarir: Hildur Þorgeirsdóttir
Besti leikmaður: Ragnhildur Guðmundsdóttir

2. flokkur karla:
Mestu framfarir: Daníel Andrésson
Besti leikmaður: Aron Pálmarsson

Mfl kk:
Mestu framfarir: Ólafur Gústafsson
Besti leikmaður: Aron Pálmarsson

Áfangaleikir í meistaraflokki:
Viðurkenning fyrir 500 leiki: Guðmundur Pedersen
Viðurkenning fyrir 100 leiki: Heiðar Örn Arnarson
Viðurkenning fyrir starf í þágu FH- Síðasti leikur fyrir FH: Valur Arnarson,

Muggur:
Muggarabikar í mfl kk(Leikmaður sem virkilega kveikir í áhorfendum):
Aron Pálmarsson
Muggarabikar í mfl kvk(Leikmaður sem virkilega kveikir í áhorfendum):
Gunnur Sveinsdóttir
Viðurkenning fyrir starf í þágu FH- www.fh.is: Heiðar Örn Arnarson

Nýr búningur kynntur
FH mun spila í nýjum búningi næsta vetur. Deildin hefur samið við nýtt fyrirtæki um íþróttafatnað, Jako og mun því segja skilið við áralangt samstarf við Adidas. Búningarnir voru kynntir í fyrsta sinn á laugardag og komu þeir virkilega vel út.

Skemmtiatriði
Skemmtiatriði kvöldsins voru hreint út sagt frábær.

Dúettinn Jói og Krissi frumfluttu 2 ný FH lög.

Skemmtiatriði mfl kk var leynihljómsveit kvöldsins, “Rokkhundarnir” með línumanninn Theódór Pálmason og hornamanninn Árna Stefán Guðjónsson í fararbroddi, þeir trylltu lýðinn með nokkra vel valda slagara.

Skemmtiatriði mfl kvk skörtuðu stórglæsilegum stúlkum með þær Bryndísi og Birnu í broddi fylkingar. Stelpurnar tóku eitt stykki stuðmannalag öllum til mikillar gleði og ánægju.

Leynisöngvari skaut svo upp kollinum en gjörsamlega öllum á óvörum var þar í dulargervi Hilmar nokkur Guðmundsson, markverja sem þandi raddböndin svo allt ætlaði um koll að keyra í Krikanum. Sungið var og dansað fram á rauða nótt og ýmsir aðilar fengu að grípa í míkrófón þegar leið á.

Snilldarkvöld og frábær endir á frábæru tímabili!

Sjá myndir af hófinu hér fyrir neðan

<img id="slideshowPicture" style="WIDTH: 437px; POSITION: relative; HEIGHT: 327px" src="http://render-2.snapfish.c

Aðrar fréttir