Fræðslufundurinn tókst vel

Fræðslufundurinn tókst vel

Fyrstur reið á vaðið hinn geðþekki yfirþjálfari í fótboltanum Jón þór Brandsson sjúkraþjálfari.  Hann hóf mál sitt á að rekja markmið og stefnu unglingaþjálfunar félagsins en brá sér svo í vinnugallann og hélt stutta tölum um íþróttameiðsl og meðferðir við þeim.  Margt áhugavert kom fram í máli Jóns m.a. mismunun í líkamsbeitingu stúlkna og pilta sem vakti mikla athygli og þá ekki sís fyrir þær sakir að þenna hluta fyrirlestur síns flutti Jón standi uppá borði.

Að því loknu var gert stutt kaffihlé og bauð eldra árið í 4. fl. uppá köku- og ávaxtahlaðborð  Var það mál manna að annað eins hefði ekki sést í Krikanum í háa herrans tíð og nokkuð ljóst að fermingarundirbúningurinn er hafinn.

Því næst fór Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í Kaplasal með foreldrum og kynnti niðurstöur rannsóknar sem gerð hefur verið á mikilvægi þátttöku foreldra í áhugamálum barna sinna.  Upp úr því spruttu þónokkrar umræður sem héldu áfram að fundi loknum.

Á meðan þessu fór fram sagði Erna Þorleifsdóttir frá starfi sínu sem landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna og þeim verkefnum sem framundan eru hjá liðinu.  Erna sem er mikill reynslubolti fór yfir hvaða eiginleika landliðsmenn þurfa að bera og einnig þeim fórnum sem leikmenn þurfa að færa til þess að ná árangri í íþróttum.  Þá fór hún einnig yfir hvað væri eftirsóknarvert við það að vera í landsliði og hvað möguleikar og tækifæri byðu þeirra sem leggja á sig það sem til þarf að komast í liðið.  Hún lauk máli sínu svo á svara spurningum, m.a. þeirri hverja hún teldi líklegasta til afreka á HM í knattspyrnu í sumar,  Erna var íhaldssöm sagðist halda með Englandi en teldi Brassana sigurstranglegasta.

Með því lauk fundinum.  Gestir voru á einu máli um að kvöldið hefði tekist vel og svona fræðslufundir væru komnir til að vera.

Við Þjálfarar í kvennaboltanum kunnum fyrirlesurum bestu þakkir fyrir komuna.

Einn fundir til viðbótar er fyrirhugaður eftir páska.

Aðrar fréttir