Frammarar mæta í Krikann í tvígang!

Frammarar mæta í Krikann í tvígang!



Það er sannarlega
handboltaveisla framundan í Kaplakrika en karla- og kvennalið Fram munu mæta á
fjalir krikans og etja kappi við FH karla og konur á miðvikudag og fimmtudag.

Á miðvikudag munu
FH stúlkur mæta Fram stúlkum í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins en á fimmtudag
munu FH drengir mæta Fram drengjum á sama stað í fyrsta deildarleik liðsins
eftir jóla- og áramótapásu. Báðir leikir hefjast kl 19:30 að hafnfirskum tíma.

 

Gengi liðanna;

 

              
Ásdís og Kristina, nýir leikmenn mfl kvenna

Bikar, stúlkur

FH stúlkur mæta
Fram í bikarnum og mikill hugur er í stúlkunum Í 16 liða úrslitum
atti FH kappi við Víkingsstúlkur í Víkinni þann 11. nóvember sl. Lið Víkings
dró sig úr deildarkeppninni hér um árið og því talið fyrirfram að FH væri mun
sigurstranglegra fyrir leikinn. Það kom líka á daginn að FH sigraði með miklum
yfirburðum 16-35. FH liðið hefur verið að berjast við hinn margfræga
stöðugleika í vetur. Liðið hefur átt alveg glimrandi leiki í vetur en inn á milli dottið á
lægra plan. Liðið hefur þó verið á siglingu upp á við allt fram til áramóta en
ekki náð að fylgja því nægilega vel eftir í fyrstu tveimur deildarleikjunum
eftir áramót. Samt sem áður er enn afar raunhæfur möguleiki á að ná 4 sætinu í
deildinni sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

 


      
Tveir nýir, báðir örvhentir, Bjarni og Hermann

Deildin, karlar

FH er hér að spila
sinn fyrsta leik síðan 13. desember sl og eru því rúmlega 5 vikur síðan
strákarnir spiluðu alvöru leik. Ýmislegt hefur gerst í millitíðinni. Aron
Pálmars kominn á samning hjá besta liði í

Aðrar fréttir