Fréttatilkynning frá FH varðandi Albert Brynjar

Fréttatilkynning frá FH varðandi Albert Brynjar

FH.is barst rétt í þessu fréttatilkynning frá FH og Fylki er varðar samningsmál Alberts Brynjars Ingasonar. 

Fréttatilkynning:

Knattspyrnudeild FH og knattspyrnudeild Fylkis hafa náð samkomulagi sín á milli er varðar félagaskipti Albert Brynjars Ingasonar. Gamli samningurinn sem ekki var á skrá hjá KSÍ var gerður löglegur og sendur til KSÍ.

Félögin tvö komust svo að samkomulagi um að lána Albert Brynjar yfir í Fylki út keppnistímabilið. Bæði félögin sem og Albert Brynjar lýsa yfir mikilli ánægju með þessa niðurstöðu og vilja sjá að önnur félög fari að þessu fordæmi.

Virðingafyllst,
Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH
Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH 

Aðrar fréttir