
Fréttir af yngriflokkum
2. flokkur karla hefur leikið einn leik í vetur og var það í bikarkeppninni gegn Akureyri á útvelli. Þar lutu drengirnir í parket 36-32 en þess ber að geta að Ólafur Gústafsson var í leikbanni í þessum leik.
Unglingaflokkur karla teflir fram tveimur liðum í vetur og eru þau bæði í 1. deild. Frábær árangur það. Liðin hafa leikið eftirtalda leiki.
A – lið.
FH – Selfoss 28-27
FH – Þór 34-27
B – lið.
ÍR – FH2 27-24
Unglingaflokkur kvenna leikur í 1.deild í vetur. Liðið hefur leikið tvo leiki og tapað þeim báðum en þess má geta liðið á við gríðarlega mikill meiðsl að stríða og verða eflaust sterkari þegar á líður.
Grótta – FH 24 – 20
Fram – FH 34 -19
4. flokkur karla
Bæði A og B liðin eru í 1. deild. Bæði lið hafa farið vel og stað og hefur flokkurinn sigrað í öllum sínum leikjum í vetur.
A – lið
FH – Stjarnan 41 – 24
FH – UMFA 28 -22
B – lið
FH – Selfoss 28 – 23
4. flokkur kvenna
Flokkurinn leikur í 2. deild og hefur farið mjög vel af stað og virðist betur eiga heima í 1. deild.
Fram – FH 20 – 32
FH – Víkingur 34 – 10